Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Norðurlandameistarar í Ökuleikni

25.05.2013 - 19:30
Mynd með færslu
 Mynd:
Íslenskir strætóbílstjórar urðu í dag Norðurlandameistarar í ökuleikni strætisvagnabílstjóra. Þetta er í tíunda sinn sem íslenska liðið verður Norðurlandameistari.

Það voru þeir Sigurjón Guðnason, Andrés Bergur Bergsson, Þórarinn Söebech, Pétur G.Þ. Árnason, Atli Grímur Ásmundsson og Þorsteinn Jónsson sem skipuðu íslenska liðið að þessu sinni. Sigur liðsins í dag var öruggur en liðið hlaut 9.540 refsistig. Í öðru sæti var finnska liðið með 10.900 stig og í því þriðja var það norska með 12.752 refsistig. Norðurlandamótið í ökuleikni strætisvagnabílstjóra var fyrst haldið árið 1976 og hafa íslenskir vagnstjórar tekið þátt frá árinu 1983. Í henni þurfa bílstjórar að aka á sem stystum tíma í gegnum brautir þar sem reynir á snerpu, nákvæmni og einbeitingu.