Norðurlandalánið greitt upp í dag

22.07.2014 - 18:17
Mynd með færslu
 Mynd:
Ríkissjóður og Seðlabanki Íslands endurgreiddu í dag 114 milljarða króna lán sem Ísland fékk hjá Norðurlöndunum haustið 2008. Lánið var upphaflega á gjalddaga á árunum 2019, 2020 og 2021.

Fjármagnið sem notað var til endurgreiðslunnar er afrakstur af sölu ríkissjóðs á skuldabréfum í evrum fyrr í mánuðinum.Salan á skuldabréfunum skilaði alls 116 milljörðum  króna. Í tilkynningu frá Seðlabanka Íslands kemur fram að þar með sé að fullu búið að endurgreiða lán frá Norðurlöndunum sem samtals námu 1.775 milljónum evra, jafnvirði ríflega 276 milljarða íslenskra króna.