Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Norður-Kóreumenn skjóta flugskeytum á haf út

02.10.2019 - 02:23
epa06205472 (FILE) - A photo released by the North Korean Central News Agency (KCNA), the state news agency of North Korea, shows an intermediate-range strategic ballistic rocket being launched during a drill at an undisclosed location in North Korea, 29
Norðurkóresku flugskeyti skotið á loft. Mynd: EPA-EFE - KCNA
Norður-kóreski herinn skaut í dag tveimur eldflaugum á loft, sem báðar enduðu för sína í Japanshafi. Varnarmálayfirvöld í Japan og Suður-Kóreu greina frá þessu. Japanar fullyrða að önnur þeirra hafi lent innan efnahagslögsögu Japans.

Í fyrstu var talið að eldflaugunum hefði báðum verið skotið á loft frá skotsvæði hersins við hafnarborgina Wonsan á austurströnd Norður Kóreu, en nú segja hernaðaryfirvöld í Suður Kóreu að annarri þeirra hafi hugsanlega verið skotið frá kafbáti. Eldflaugatilraun þessi er gerð daginn eftir að stjórnvöld í Pjong Jang tilkynntu að viðræður þeirra við Bandaríkjastjórn um kjarnorkuafvopnun myndu hefjast á ný á næstu dögum, eftir langt hlé.

Choe Son Hui, utanríkisráðherra Norður Kóreu, tilkynnti á þriðjudag að ríkisstjórn landsins hefði samþykkt að taka upp þráðinn í viðræðunum síðar í þessari viku. Morgan Ortagus, talskona bandaríska utanríkisráðuneytisins, staðfesti þetta. 

Fréttin var uppfærð kl. 05.30