Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Norður Kórea reynir nýja tegund stýriflaugar

18.04.2019 - 06:46
epa07511063 A photo released by the official North Korean Central News Agency (KCNA) shows Kim Jong-un (L), chairman of the Workers' Party of Korea, chairman of the State Affairs Commission of the Democratic People's Republic of Korea and supreme commander of the Armed Forces of the Democratic People's Republic of Korea, guided the flight drill of the combat pilots of Unit 1017 of the Air and Anti-aircraft Force of the Korean People's Army, in Pyongyang, North Korea, 16 April 2019 (issued 17 April 2019).  EPA-EFE/KCNA   EDITORIAL USE ONLY
Leiðtogi Norður Kóreu, Kim Jong-un, fylgdist með eldflaugarskotinu Mynd: EPA-EFE - KCNA
Norður Kóreski herinn skaut í gær eldflaug á loft, sem samkvæmt norður-kóreska ríkissjónvarpinu var ný tegund stýriflaugar sem búin er „öflugri sprengihleðslu." Eru þetta fyrstu eldflaugatilraunir Norður-Kóreumanna síðan þeir Kim Jong-un og Donald Trump funduðu í Víetnam í febrúar. Litlar upplýsingar voru gefnar um flaugina sjálfa en í frétt BBC segir að sérfræðingar telji ólíklegt að hún sé nógu langdræg til að Bandaríkjamenn telji sér stafa ógn af.

Enginn árangur sem orð er á gerandi náðist á fundi Kims og Trumps í febrúar. Kim lýsti því yfir í síðustu viku að hann vildi gjarnan hitta Trump þriðja sinni áður en árið er úti, en Trump verði að sýna „rétt hugarfar" til að svo megi verða.