Høie hefur þungar áhyggjur af því að bæði íslensk og finnsk stjórnvöld hafi það í flimtingum að slaka á áfengislöggjöfinni, en frumvarp sem heimilar sölu á léttvíni og bjór í matvöruverslunum liggur fyrir á Alþingi. Í Finnlandi eru einnig blikur á lofti. Á næsta ári verður matvöruverslunum leyfilegt að selja bjór og léttvín með að hámarki 5,5% styrkleika. Þá munu veitingastaðir og krár geta selt viðskiptavinum sínum áfengi sem þeir geta tekið með sér heim.
Norðurlöndin hafa staðið saman
Høie óttast að verði áfengisfrumvarpið svokallaða samþykkt á Alþingi Íslendinga, setji það pressu á norsk stjórnvöld að leyfa einkasölu áfengis í Noregi.
„Það er auðvitað undir þessum þjóðum komið að ákveða hvernig þetta fer," segir Høie í samtali við miðilinn Vårt Land. „En það er nú einu sinni þannig að Norðurlöndin, fyrir utan Danmörku, hafa staðið saman í því að láta ríkið sjá um alla verslun á áfengi. Þessar fyrirhuguðu breytingar í Finnlandi koma til með að breyta þessu," segir Høie .
Strangasta löggjöfin á Íslandi
Einokunarmarkaðir á áfengissölu eru í fimm af sex Norðurlöndum. Aðeins í Danmörku er áfengi selt á almennum smásölumarkaði. Þá hafa ríkisverslanir allar einkaleyfi á áfengi með misströngum reglum. Vinmonopolet í Noregi selur áfengi sterkara en 4,7%. Áfengir drykkir með lægri áfengisprósentu eru seldir í almennum matvöruverslunum. Til samanburðar fer ÁTVR með alla sölu á áfengi sterkara en 2,25% á Íslandi. Í Svíþjóð selur Systembolaget áfengi yfir 2,25% en bjór sem er sterkari en 3,5%.
Þverstæðukennd þróun
Høie telur það þverstæðukennt að á meðan önnur evrópsk ríki séu að færa sig í áttina að norænni fyrirmynd þar sem áfengissala færist í auknum mæli í hendur ríkisins, séu tvö Norðurlandanna að færast í öfuga átt. Þá segist Høie ætla að ræða málin við heilbrigðisráðherra Norðurlandanna á ráðherrafundinum í maí.