Þriðju orkupakkinn
Íslendingar hafa þegar samþykkt fyrri tilskipanir ESB í orkumálum sem meðal annars kveða á um aðskilnað eða uppstokkun orkufyrirtækja í þá veru að skilja að flutning og framleiðslu orku. Nú er komið að svokölluðum þriðja orkupakka. Sameiningleg nefnd EFTA ríkjanna Íslands, Noregs og Liechtenstein hefur þegar samþykkt að innleiða tilskipunina en gerður er stjórnskipunarlegur fyrirvari. Innleiðingin felur í sér lagabreytingar, afsali fullveldis eða valdi. Á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að utanríkisráðherra leggi fram þingsályktunartillögu um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES nefndarinnar. Tillagan hefur ekki verið lögð fram.
Ríkisstjórnarflokkarnir á móti?
En það er óvíst hvort hún verður samþykkt. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði um þetta mál þegar eftirfarandi klausa var samþykkt í ályktun atvinnuveganefndar.
Sjálfstæðisflokkurinn hafnar frekara framsali á yfirráðum yfir íslenskum orkumarkaði til stofnana Evrópusambandsins.
Þarna er verið að vísaraun til þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Þá var ályktað um málið á flokksþingi Framsóknarflokksins í þessum mánuði.
Framsóknarflokkurinn stendur vörð um fullveldi Íslands í orkumálum og hafnar því að orkulöggjöf Evrópusambandsins verði tekin inn í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið.
Vinstri græn hafa ekki tekið formlega afstöðu til málsins í sínum stofnunum en búist er við að það verði gert fljótlega. Hins vegar þykir líklegt að flokkurinn verði á móti eins og samstarfsflokkarnir tveir í ríkisstjórn. VG var á móti fyrri tilskipunum í orkumálum ESB sem fólu meðal annars í sér að raforkuverð væri háð framboði og eftirspurn eða sett á markað. Ef að staðan er svona að allir þrír stjórnarflokkarnir eru á móti gæti farið svo að Alþingi hafnaði tilskipuninni. Það gæti skapað óvissu sem menn sjá ekki fyrir endann á eða vita hreinlega ekki hvaða afleiðingar muni hafa. Sú regla gildir um innleiðingu EES ríkjanna á tilskipunum eða reglum Evrópusambandsins að öll ríkin þrjú Ísland, Noregur og Liechtenstein verða að samþykkja innleiðinguna. Noregur samþykkti í gær og spurningin er hvað gerist ef Ísland hafnar henni. Við því fást ekki viðhlítandi svör. Líklegt er að eftirlitsstofnun EFTA ESA taki þá málið í sínar hendur.
ECER með yfirþjóðlegt vald
Út frá sjónarhóli Íslands er málið tiltölulega einfalt því tilskipunin mun ekki hafa mikil áhrif hér á landi vegna þess að við erum ekki tengd við sameiginlega raforkumarkað Evrópusambandsins. Í stuttu máli snýst tilskipunin um sameiginlega stofnun innan ESB ACER sen hefur aðsetur í Ljubljana í Slóveníu. Hlutverk hennar er að hafa eftirlit með sameiginlegum raforkumarkaði ESB. Það verkefni er þó í höndum hvers lands en þegar ágreiningur kemur upp getur þessi stofnun kveðið upp úrskurð sem er endanleg niðurstaða. Hún hefur í raun yfirþjóðlegt vald. Innan EFTA landanna er þetta vald fært til EES en andstæðingar segja að dómstóllinn muni í raun taka við fyrirskipun eða afrita niðurstöðu ACER. Noregur er hluti af sameiginlega raforkumarkaði ESB í ljósi þess að lagðir hafa verið fjölmargir sæstrengir frá Noregi sem flytja rafmagn til og meginlandinu. Þetta yfirþjóðlega vald myndi ekki hafa áhrif hér á landi á meðan Ísland hefur ekki tengst Evrópu með sæstreng. Hér þó gert ráð fyrir að sett verði á laggirnar sjálfstæð stofnun í tengslum við Orkustofnun sem ríkisvaldið gæti ekki haft áhrif á.