Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Nokkur hundruð mótmæltu ríkisstjórninni

16.03.2015 - 18:46
Mótmælendur við Alþingishúsið. Safnmynd. - Mynd: RÚV / RÚV
Hávær mótmæli voru gegn ríkisstjórninni á Austurvelli síðdegis en mun færri mótmæltu þó en í gær. Lögreglan giskar á að ríflega 300 manns hafi verið fyrir framan Alþingishúsið þegar mest var í dag.

„Við megum ekki láta bjóða okkur þessa framkomu ríkisstjórnarinnar sem er að sýna Alþingi og þjóðinni óvirðingu og dónaskap,“ segir á Facebook-síðu mótmælanna en þar höfðu um 1700 manns boðað komu sína á Austurvöll í dag.

Í gær mótmæltu um sjö þúsund manns bréfi ríkisstjórnarinnar til Evrópusambandsins.

tryggvia's picture
Tryggvi Aðalbjörnsson
Fréttastofa RÚV