Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Nóg heitt vatn í Kjós

08.08.2012 - 08:46
Mynd með færslu
 Mynd:
Meira en nóg af heitu vatni fannst við boranir á Möðruvöllum í Kjós. Kjósarhreppur stendur fyrir borununum en samkvæmt mati hefði hreppnum dugað að finna 10 sekúndulítra af 80 gráðu heitu vatni.

Nú þegar borunum lauk höfðu hins vegar fundist 14 sekúndulítrar af sjálfrennandi 80 gráða heitu vatni. Borað var niður á 822 metra dýpi en strax þegar komið var niður á 300 metra dýpi var varð vart við heitt vatn. Einar Guðbjörnsson, formaður orkunefndar Kjósarhrepps segir að næsta skref sé að finna einhvern sem sjái sér hag í að leggja hitaveitu á svæðinu en vegna þess hve byggðir eru dreifðar er það nokkuð kostnaðarsamt.