Njóta lífsins á Djúpavogi

30.11.2015 - 13:11
Mynd: rúv / rúv
Djúpavogshreppur er eitt íslenskra sveitarfélaga aðili að Cittaslow hreyfingunni. Cittaslow er upprunnin á Ítalíu, upp úr síðustu aldamótum, og byggist á svipaðri hugmyndafræði og Slow food en nær inn á mun fleiri svið.

„Þetta er nokkurskonar svar við öllum hraðanum og látunum sem einkennir nútímann. Þetta þýðir samt ekki að hér séu eintóm rólegheit heldur er lögð áhersla á að íbúarnir njóti þess sem hér er í náttúru og mannlífi og njóti þess að vera til,“ segir Erla Dóra Vogler menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps.

Erla Dóra segir að aðild að Cittaslow hafi svosem ekki breytt neinu um stefnu samfélagsins heldur sé hún meira staðfesting á þeim lífsgæðum sem höfð séu í öndvegi í sveitarfélaginu.

Þáttinn í heild er hægt að sjá hér. Landinn er einnig á Facebook sem og á YouTube og Instagram: #ruvlandinn.

gislie's picture
Gísli Einarsson
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi