Níu vilja stýra Vesturbyggð

04.07.2018 - 14:52
Vesturbyggð Patreksfjörður
Patreksfjörður Vesturbyggð þjónusta stofnanir Vesturbyggð Patreksfjörður
Patreksfjörður Vesturbyggð þjónusta stofnanir
 Mynd: Jóhannes Jónsson Jóhannes Jó
Níu sóttu um starf bæjarstjóra í Vesturbyggð, sex karlar og þrjár konur. Umsóknarfrestur rann út mánudaginn 2. júlí.

Ásthildur Sturludóttir var ráðin bæjarstjóri í Vesturbyggð árið 2010. Hún hefur gegnt starfinu síðan. Nýr meirihluti sem tók við eftir kosningarnar í vor ákvað að auglýsa eftir nýjum bæjarstjóra. Ráðningafyrirtækið Hagvangur hefur umsókn með ráðningarferlinu. 

Umsækjendur um starf bæjarstjóra Vesturbyggðar: 

Árni Helgason, löggiltur fasteignasali

Bragi Þór Thoroddsen, lögfræðingur

Jóhann Magnússon, framkvæmdastjóri

Linda Björk Hávarðardóttir, verkefnastjóri

Mahmood Yama Namjo, aðstoðarmaður prófessors

Rebekka Hilmarsdóttir, lögfræðingur/staðgengill skrifstofustjóra

Sigurbjörg Ásgeirsdóttir, stuðningsfulltrúi

Sigurður Torfi Sigurðsson, framkvæmdastjóri/sjálfstætt starfandi ráðgjafi

Sveinbjörn Freyr Arnaldsson, framkvæmdastjóri. 

 

 

jonthk's picture
Jón Þór Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi