Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Níu spor með glæpaívafi

Mynd: Dagur Gunnarsson / Dagur Gunnarsson

Níu spor með glæpaívafi

22.03.2016 - 16:49

Höfundar

Undanfarin ár hefur orðið vart við aukna bókaútgáfu fyrir páska. Jólavertíð bókaútgefenda er ekki lengur eini álagspunkturinn í þeim bransa. Níunda sporið er glæpasaga sem segir frá atburði sem hefur óhugnanlegar afleiðingar fyrir tvo drengi á Snæfellsnesi og er hún partur af páskabókaflóðinu.

Höfundur bókarinnar Ingvi Þór Kormáksson segir í Víðsjárspjalli að sagan hafi upphaflega ekki endilega átt að vera glæpasaga en Ingvi Þór er meðlimur í Hinu íslenska glæpafélagi og hefur áður gefið út smásagnasafn og unnið Gaddakylfuna verðlaun glæpafélagsins.