Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Níu látnir vegna óveðurs í Kosta Ríka

26.11.2016 - 05:17
epa05647422 Residents remove mud from their houses in Upala, San Carlos, Costa Rica, 25 November 2016. According to the Commission of Judicial Investigation  at least four people have died in the country due to the hurricane Otto, which caused structural
 Mynd: EPA - EFE
Minnst níu eru látnir af völdum hitabeltisstormsins Ottós sem reið yfir Kosta Ríka í gær og fyrradag. Rúmlega fimm þúsund þurftu að flýja heimili sín. Luis Guillermo Solis, forseti landsins, lýsti yfir þriggja daga þjóðarsorg.

Vatn og leðja rennur um götur nokkurra bæja og smærri brýr skemmdust í vatnsflaumi. Áður en Ottó komst að landi olli hann óveðri í Panama fyrr í vikunni. Þar létust fjórir vegna veðurofsans.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV