Lögregla, björgunarsveitir og slökkviliðsmenn á Akureyri björguðu í nótt níu manns í land þegar 50 feta skúta losnaði frá flotbryggju nærri tónlistarhúsinu Hofi og tók að reka frá landi. Starfsfólk hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar tók einnig þátt í björgunarstarfinu. Um borð í skútunni var átta manna fjölskylda ásamt aðstoðarmanneskju. Börnin sex eru á aldrinum þriggja mánaða upp í tólf ára, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni nyrðra.