Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Niðurskurður kemur fram í vatnsleka

06.10.2012 - 09:01
Mynd með færslu
 Mynd:
Niðurskurður í sóknargjöldum er farinn að bitna harkalega á viðhaldi á kirkjum landsins. Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein sem Gísli Jónasson, prófastur Reykjavíkurprófastdæmis eystra, skrifar í Morgunblaðið í morgun.

Þar segir hann að þegar von sé á rigningu, þurfi að breiða plast yfir altarið í Breiðholtskirkju - svo lek sé kirkjan orðin. Ennfremur að komið hafi fyrir í einstökum athöfnum að átta til tíu fötur hafi þurft til að taka á móti þaklekanum í kirkjunni.

Gísli hvetur að lokum stjórnvöld til að auka fjárframlög til þjóðkirkjunnar hið fyrsta.