Niðurskurði mótmælt í Helsinki

18.09.2015 - 11:31
epa02939632 Finnish Parliament votes on the European Financial Stability Facility amendments at the Parliament House in Helsinki, Finland, 28 September 2011.  EPA/MAURI RATILAINEN **FINLAND OUT**
Finnska þingið. Mynd: EPA - COMPIC
Um 30.000 manns fóru um götur Helsinki í morgun til að mótmæla niðurskurðaráformum stjórnvalda. Helstu verkalýðsfélög landsins boðuðu til verkfalls í dag og liggja almenningssamgöngur að mestu niðri.

Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, greindi frá niðurskurðaráformunum í síðustu viku og kvað nauðsynlegt að grípa til aðgerða eftir þriggja ára lægð. Hann kom fram í sjónvarpi í fyrrakvöld og hvatti landsmenn til að samþykkja aðgerðirnar, kvað þær nauðsynlegar og sagði efnahagsástandið í landinu alvarlegt.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi