Neymar sleit liðband í hægri ökkla og þurfti aðstoð við að fara af velli. Hann yfirgaf leikvanginn á hækjum.
Leiknum lauk með 2-0 sigri Brasilíu með mörkum frá Richarlison leikmanni Everton og Gabriel Jesus leikmanni Manchester City.
Fram kom í yfirlýsingu frá brasilíska knattspyrnusambandinu að ekki Neymar muni ekki ná sér af meiðslunum fyrir mótið sem hefst 15. júní í Brasilíu. Ekki liggur fyrir á þessari stundu hver tekur sæti hans í liðinu.
Þetta er mikið áfall fyrir brasilíska landsliðið enda Neymar þeirra besti leikmaður og hefur skorað 60 mörk í 97 landsleikjum
Hann var nýverið sviptur fyrirliðabandinu vegna agabrota. Neymar er þriggja leikja í banni í frönsku deildinni og Meistaradeild Evrópu.
¡OJO! NEYMAR ABANDONA CON MULETAS el estadio tras salir LESIONADO en el partido con BRASIL (IG: leonardobaran) pic.twitter.com/OBRbLBHBAZ
— El Chiringuito TV (@elchiringuitotv) June 6, 2019