Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Neyðarlög í Frakklandi framlengd

10.12.2016 - 12:41
epa05363447 Police officers stand guard at a security perimeter near a house where a French police officer and his wife have been murdered by an assailant allegedly claimed as a ISIS fighter, in Magnanville, near Paris, France, 14 June 2016. The police
Lögreglumenn standa vörð við vettvang hryðjuverks í sumar. Mynd: EPA
Frönsk stjórnvöld hyggjast framlengja neyðarlög, sem sett voru eftir hryðjuverkin í nóvember í fyrra, fram á mitt næsta ár. Þetta var tilkynnt í dag. Ástæðan er sögð aukin hætta á hryðjuverkum í tengslum við forsetakosningar í vor, þingkosningar í júní og kosningabaráttuna í aðdraganda kosninganna.

130 féllu í hryðjuverkaárásunum í París í nóvember í fyrra. Þá féllu 86 í Nice í sumar, þegar hryðjuvekamaður ók vörubíl niður göngugötu.

Neyðarlögin veita lögreglu umfangsmiklar heimildir til að handtaka fólk og ráðast í húsleitir. Gangrýnendur þeirra benda á að ekkert sjálfstætt eftirlit sé með því hvernig lögreglan beitir þessum heimildum. Neyðarlögin hafa verið framlengd fjórum sinnum frá því að þau voru fyrst sett. Nú stendur til að framlengja þau fram til 15. júní.