Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Neyðarástand í Kosta Ríka vegna Ottós

24.11.2016 - 02:54
epa05643261 A handout picture made available by the National Oceanic and Atmospheric Administration (NOAA) shows an image acquired by NOAA's GOES East satellite of Hurricane Otto forming over the Caribbean Sea, 22 November 2016. According to reports
 Mynd: EPA - NOAA
Forseti Kosta Ríka hefur lýst yfir neyðarástandi í landinu vegna fellibylsins Ottós sem stefnir á landið. Öllum opinberum skrifstofum verður lokað í dag og á morgun.

Mesti stöðugi vindhraði Ottós mælist nú um 33 metrar á sekúndu. Miðað við stefnu hans ætti hann að koma að Kyrrahafsströnd Níkaragva og Kosta Ríka á morgun. Hellirigningu er spáð sem gæti leitt til lífshættulegra flóða og aurskriða. Samkvæmt bandarísku fellibyljamiðstöðinni, NHC, er búist við hættulegu brimi og straumstreng við strendur Panama, Kosta Ríka og Níkaragva.

Luis Guillermo Solis, forseti Kosta Ríka, sagði á Twitter að einungis þær stofnanir sem veiti þjónustu vegna óveðursins verði opnar fram að helgi.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV