Netanyahu til Evrópu að ræða Íran

04.06.2018 - 13:49
epa06781965 Israeli Prime Minister Benjamin Netanyahu attends the weekly cabinet meeting at the Prime Minister's office in Jerusalem,  03 June 2018.  EPA-EFE/SEBASTIAN SCHEINER / POOL
 Mynd: EPA-EFE - AP POOL
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, er lagður af stað í þriggja daga för um Evrópu. Þar hittir hann fyrir Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, Emmanuel Macron Frakklandsforseta og Theresu May, forsætisráðherra Bretlands.

„Ég mun hitta leiðtogana þrjá og ræða við þau tvö málefni. Íran og Íran,“ hefur fréttastofa AFP eftir Netanyahu áður en hann lagði af stað frá Tel Aviv til Berlín í morgun.

Þýskaland, Frakkland og Bretland eru öll aðilar að kjarnorkusamkomulaginu við Íran sem Donald Trump dró Bandaríkin úr fyrir nokkrum vikum. Öll hin ríkin vilja halda samningnum áfram. Netanyahu fagnaði hinsvegar ákvörðun Trump og kallar eftir því að „aukinn þrýstingur“ verði settur á Íran vegna kjarnorkumála. Að því er kemur fram í frétt AFP er Ísrael talið eina ríki Mið-Austurlanda sem býr yfir kjarnorkuvopnum.

Þá vill Netanyahu að lögð verði áhersla á að koma í veg fyrir þáttöku Írans í átökum á svæðinu, til að mynda í Sýrlandi. Ísraelar eru ekki hrifnir af hernaðarbrölti Írana í ríki sem á landamæri að Ísrael og telja það ógna öryggi ríkisins. 

olofr's picture
Ólöf Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi