Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Neftóbaksframleiðslu hætt?

11.05.2011 - 17:00
Mynd með færslu
 Mynd:
ÁTVR telur að framleiðslu og sölu á íslensku neftóbaki verði hætt í núverandi mynd ef frumvarp til laga um tóbaksvarnir verður samþykkt í óbreyttri mynd.

Samkvæmt frumvarpinu verður bannað að flytja inn, framleiða og selja allt bragð- og lyktblandað reyklaust tóbak. Í umsögn ÁTVR um frumvarpið kemur fram að neftóbakið hafi verið framleitt frá því fyrir stríð og innihaldi bæði lyktar- og bragðefni. Þetta er nú eina neftóbakið sem er löglegt á íslenska markaðnum.

ÁTVR bendir einnig á að salan á þessu tóbaki hafi aukist mikið undanfarin ár. Auk þess hafi ekki verið sýnt fram á að þetta tóbak sé óhollara en sígarettur og vindlar og því þurfi að huga að því hvort jafnræðisregla sé brotin þegar ein gerð tóbaksvöru er leyfð en önnur ekki.