Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur skipað nefnd sem á að móta þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland eins og kveðið er á um í þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi í haust. Í nefndinni sitja fulltrúar allra þingflokka en formaður er Valgerður Bjarnadóttir alþingismaður.