Um borð voru 22 Íslendingar og þriggja manna áhöfn en í gær var rætt við Gunnar Arthursson flugmann og Guðrúnu Gunnarsdóttur flugfreyju um þessa háskalegu flugferð í Mannlega þættinum. Í safni Ríkisútvarpsins er að finna myndir af vélinni bæði stuttu eftir flugtak og þegar hún nauðlenti, sem við birtum hér af þessu tilefni. Á þessum tíma voru myndbandsupptökuvélar hvorki algengar né handhægar en skíðamót var í Ísafirði sama dag og óhappið varð og tókst þess vegna fyrir tilviljun að festa flugvélina á filmu yfir Ísafjarðadjúpi.
Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.