Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Nauðlending á Keflavíkurflugvelli 1982

21.03.2018 - 17:00
Mynd: RÚV / RÚV
Í gær voru 36 ár síðan Fokkervél Flugleiða nauðlenti á Keflavíkurflugvelli. Hreyfill vélarinnar hafði sprungið stuttu eftir flugtak frá Ísafjarðarflugvelli en ekki var hægt að lenda þar því að vinstra hjól vélarinnar gekk ekki niður.

Um borð voru 22 Íslendingar og þriggja manna áhöfn en í gær var rætt við Gunnar Arthursson flugmann og Guðrúnu Gunnarsdóttur flugfreyju um þessa háskalegu flugferð í Mannlega þættinum. Í safni Ríkisútvarpsins er að finna myndir af vélinni bæði stuttu eftir flugtak og þegar hún nauðlenti, sem við birtum hér af þessu tilefni. Á þessum tíma voru myndbandsupptökuvélar hvorki algengar né handhægar en skíðamót var í Ísafirði sama dag og óhappið varð og tókst þess vegna fyrir tilviljun að festa flugvélina á filmu yfir Ísafjarðadjúpi.

davidrg's picture
Davíð Roach Gunnarsson
dagskrárgerðarmaður