Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Náttúrufræðingar semja við ríkið

01.03.2018 - 10:29
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Félag íslenskra náttúrufræðinga undirrituðu kjarasamning við ríkið í nótt. Samningurinn verður kynntur félagsmönnum í dag og atkvæðagreiðsla um hann hefst eftir helgi. BHM félög náttúrufræðinga, ljósmæðra og starfsmanna Sinfóníuhljómsveitar Íslands vildu ekki skrifa undir tilboð ríkisins sem fjórtán önnur félög skrifuðu undir.

Samningar þeirra við ríkið hafa verið lausir frá því í september í fyrra þegar úrskurður gerðardóms rann út.