Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Náttúran.is fær Kuðunginn

25.04.2012 - 12:12
Mynd með færslu
 Mynd:
Náttúran.is fékk í dag Kuðunginn, verðlaun umhverfisráðuneytisins, fyrir framúrskarandi starf að umhverfismálum. Svandís Svavarsdóttir ráðherra veitti viðurkenninguna.

Náttúran fékk Kuðunginn fyrir vefsíðu um umhverfismál og fyrir að hafa jákvæð áhrif á almenning og fyrirtæki. Í rökstuðningi kemur fram að vefurinn gegni mikilvægu hlutverki. Þar séu aðgengilegar leiðbeiningar sem auðveldi fólki að taka upp umhverfisvænan lífsstíl. 

Við athöfnina opnaði umhverfisráðherra nýtt endurvinnslukort vefsíðunnar sem sérstaklega er hannað fyrir snjallsíma og spjaldtölvur.   Nemendur Stjórutjarnaskóla í Ljósavatnsskarði og Foldaskóla í Grafarvogi voru útnefndir varðliðar umhverfisins fyrir að hafa staðið fyrir umhverfisþingi síðastliðin þrjú ár.