Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

NATO eykur framlög til varnarmála

12.07.2018 - 10:53
epa06883025 US President Donald J. Trump speaks during a press conference on the second day of the NATO Summit in Brussels, Belgium, 12 July 2018. NATO member countries' heads of states and governments gather in Brussels on 11 and 12 July 2018 for a
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir framlög NATO-ríkja til varnarmála verði aukin umtalsvert. Þetta sagði hann á blaðamannafundi í Brussel eftir skyndifund leiðtoganna sem boðað var til í dag.

Trump virtist ánægður eftir fundinn en hann hefur verið gagrýnin á önnur NATO-ríki síðustu daga. Hann sagði framlög til varnarmála yrðu aukin svo þau nái upphæðum sem hafi ekki áður sést. Hann nefndi þó engar fastar tölur en sagði að Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, myndi tilkynna um hækkunina seinna í dag.

Þá ítrekaði Trump í ræðu sinni hollustu Bandaríkjanna við NATO. Hann sagði að áður hefði ekki verið komið fram við Bandaríkin af sanngirni innan bandalagsins en nú væri það breytt. „Ég trúi á NATO,‘‘ sagði Trump.