Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Nasrallah hótar hefndum

epa05078306 A grab picture from Hezbollah's al-Manar TV shows Hezbollah leader Sayyed Hassan Nasrallah giving a televised address in Beirut, Lebanon, 21 December 2015. Nasrallah speak about the assassination of Hezbollah commander Samir al-Qantar has
Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah. Mynd: EPA - AL-MANAR TV
Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah-samtakanna í Líbanon, sakaði í dag Ísraelsmenn um að bera ábyrgð á dauða Samirs Qantars, háttsetts foringja í sveitum samtakanna, í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í síðustu viku.

Hann sagði að ísraelskir ráðamenn mættu búa sig undir hörð viðbrögð hvar sem væri, í Ísrael eða utanlands. Dauði Qantars yrði ekki fyrirgefinn. Ísraelsmenn hafa fagnað dauða Qantars, en ekki viðurkennt að hafa staðið á bakvið flugskeytaárásina sem var honum að bana.

Moshe Yaalon, varnarmálaráðherra Ísraels, segir stjórnvöld taka alvarlega hótun Hezbollah um hefndir.

Qantar, sem var félagi í Frelsisfylkingu Palestínu PLF, var handtekinn í Ísrael árið 1979 sakaður um hryðjuverk þar sem fjórir létu lífið. Hann var framseldur til Líbanons árið 2008 á fangaskiptum Ísraelsmanna og Hezbollah og gekk þá til liðs við samtökin.

Kristján Róbert Kristjánsson
Fréttastofa RÚV