Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

NASA rannsakar jökla

18.06.2012 - 21:57
Mynd með færslu
 Mynd:
Ný ratsjártækni sem Geimferðastofnun Bandaríkjanna hefur þróað með mælingum á Langjökli og Hofsjökli boðar byltingu í rannsóknum á jöklum. Hægt verður að fá nákvæmar þrívíddarmyndir af hreyfingu jökla með nýrri radartækni sem Geimferðastofnun Bandaríkjanna er að þróa með mælingum á íslenskum jöklum.

Tæknin veldur byltingu í rannsóknum á jöklum, segir íslenskur vísindamaður sem stendur að þessu verkefni. Hópur tækni og vísindamanna frá geimferðastofnuninni var hér á landi í síðustu viku á lítilli þotu sem útbúin er með þessum radar sem hangir neðan í flugvélinni. Tæknin er ekki ný en hún hefur ekki verið notuð á þennan hátt áður. 

Tækið er mjög nákvæmt en hægt er að mæla minnstu hreyfingar í jöklinum. Þetta verkefni er unnið í samstarfi við Helga Björnsson, jöklafræðing á jarðvísindastofnun Háskóla Íslands sem segir um byltingu í jöklarannsóknum að ræða. Rannsóknirnar verði til þess að efla skilning á því hvernig jökulísinn hagar sér. Með því að fljúga sömu leið aftur og aftur yfir jöklana, er hægt að mæla á mjög nákvæman hátt hvernig ísinn hreyfist.