Ný ratsjártækni sem Geimferðastofnun Bandaríkjanna hefur þróað með mælingum á Langjökli og Hofsjökli boðar byltingu í rannsóknum á jöklum. Hægt verður að fá nákvæmar þrívíddarmyndir af hreyfingu jökla með nýrri radartækni sem Geimferðastofnun Bandaríkjanna er að þróa með mælingum á íslenskum jöklum.