„Nánast útilokað að Haukur sé á lífi“

09.03.2018 - 22:38
Mynd með færslu
Mynd frá International Freedom Batallion Mynd: Facebook - RÚV
Fulltrúar International Freedom Batallion komu á fund Evu Hauksdóttur í Glasgow í dag og ræddu við hana um fall Hauks Hilmarssonar í Sýrlandi þar sem hann barðist með Varnarsveitum Kúrda. Eva segir í færslu á heimasíðu sinni að það sem fram hafi komið í samtalinu þyki henni vera næg staðfesting á því að það sé nánast útilokað að Haukur sé á lífi.

Eva segir að sendinefndin hafi ekki haft miklar upplýsingar umfram þær sem hún og aðstandendur höfðu þegar aflað sér. Sendinefndin hafi þó getað staðfest hvar Haukur féll og að hann hafi fallið úr skotárás úr lofti. Þrír menn fóru inn á svæðið til að reyna að ná í lík Hauks og tveggja félaga hans sem féllu með Hauki. Þeir menn særðust þó og eru líka látnir. 

Sendinefndin sagði Evu að hún vissi ekki hvort Tyrkir hefðu varðveitt líkið eða hvort það væri enn í rústunum þar sem árásin var gerð. Þeir sögðu ekki ólíklegt að Tyrkir og YPG myndu skiptast á líkum ef Tyrkir væru með líkið af Hauki. Það sé þó útilokað að segja til um hvort Eva og fjölskylda fái líkið nokkurn tímann.

Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi