Nagli í líkkistu dreifbýlis á landsbyggðinni

22.01.2016 - 13:44
Mynd með færslu
 Mynd: rúv
Með því að heimila breytingu á reglugerð um alþjónustu hefur innanríkisráðuneytið stuðlað að ójöfnuði milli landsmanna. Þetta kemur fram í ályktunum tveggja sveitarstjórna á Vestfjörðum í kjölfar þess að pósturinn fækkaði dreifingardögum sínum. Sveitarstjóri í Strandabyggð segir að ekki sé hægt að skerða póstþjónustu fyrr en búið verði að tryggja aðgang fólks að internetinu.

Nagli í líkkistu dreifbýlis á landsbyggðinni

Í fundargerð sveitarstjórnar Strandabyggðar segir: „Önnur alfeiðing skertrar póstþjónustu er enn meiri fækkun starfa á landsbyggðinni og má líkja ákvörðum sem þessari við það að enn einn naglinn sé rekinn í likkistu dreifbýlis á landsbyggðinni." Sveitarstjórnir Strandabyggðar og Reykhólahrepps hafa fordæmt ákvörðun innanríkisráðuneytisins um að heimila breytingu á reglugerð um alþjónustu og póstþjónustu. Það hefur leitt af sér skerta þjónustu póstsins. Í ályktun sveitarstjórnar Reykhólahrepps segir að sveitarstjórnin harmi „að ráðuneyti sem á að starfa í þágu allra landsmanna skuli samþykkja ójöfnuð í stað þess að vinna að og viðhalda jöfnuði fyrir alla landsmenn.

Ekki allir hafa aðgengi að internetinu

Andrea Kristín Jónsdóttir, sveitarstjóri Strandabyggðar segir að það skorti skilning á því hvernig þjónusta við fólk í dreifðum byggðum sé háttað: „Í dreifðum byggðum, bæði hér fyrir Vestan og víða um land þá er bara ekki netþjónusta til staðar og því hefur fólk ekki tækifæri til að nýta aðra þjónustu." Andrea tekur sem dæmi að jafnvel þótt íbúar hafi aðgang að netinu þá sé það oft svo hægt að það sé erfitt að nýta þjónustu á netinu, eins og heimabanka.: „Það er ekki fyrr en að það er búið að tryggja netsamband heim til allra að það er hægt að skerða svona póstþjónustuna."

hallao's picture
Halla Ólafsdóttir
dagskrárgerðarmaður
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi