Næstsíðustu úrslit komu úr Hvalfirði

Mynd með færslu
 Mynd:
Úrslit í Hvalfjarðarsveit lágu fyrir skömmu fyrir klukkan fimm í morgun. Björgvin Helgason hlaut flest atkvæði, 242 talsins. Arnheiður Hjörleifsdóttir var næst með 179 atkvæði, Stefán Gunnar Ármannsson með 145 og Daníel A. Ottesen með 142.

Önnur sem náðu kjöri eru Jónella Sigurjónsdóttir, Hjördís Stefánsdóttir og Ása Helgadóttir. 467 voru á kjörskrá og 347 greiddu atkvæði. Kjörsókn var því 74,3 prósent.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi