Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Nær tveir þriðju ósáttir við Gunnar Braga

20.03.2015 - 08:11
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
63 prósent aðspurðra eru ósátt með framgöngu Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra í Evrópumálum síðustu daga samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins.

24 prósent eru ánægð með störf hans, en þrettán prósent hvorki sátt né ósátt. 44 prósent svarenda eru mjög ósátt við framgöngu Gunnars Braga og 19 prósent frekar ósátt. 15 prósent eru mjög sátt við framgöngu hans og 9 prósent frekar sátt.

Könnun var gerð í gær og í fyrradag og var hringt í tæplega 1.100 manns. Svarhlutfall var rúmlega 74 prósent. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri.

kristjas's picture
Kristján Sigurjónsson
Fréttastofa RÚV