Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Nægt fé til í úrbætur í húsnæðismálum

13.10.2018 - 12:45
Mynd með færslu
 Mynd: Þór Ægisson - RÚV
Samfylkingin leggur til og ræðir lausnir í húsnæðismálum á flokkstjórnarfundi sínum sem hófst í Reykjavík í morgun. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður flokksins, segir næga fjármuni til svo tillögurnar megi verða að veruleika. 

 

„Við komum með tillögur í átta liðum varðandi mikla fjölgun íbúða, 5000 íbúðir á markaðinn. Við tölum um start-lán að norskri fyrirmynd til að auðvelda þeim sem eiga ekki vænan heimamund t.d., til þess að kaupa fyrstu íbúð. Við kannski söknum þess að stjórnvöld eru ekki meira með puttan á púlsinum þarna, því þetta er stóra, stóra málið í íslensku samfélagi,“ segir Helga Vala.

Er hægt að fjármagna þessar tillögur ykkar? 

Já við erum rík þjóð. Það eru til fjármunir. Það er hægt að hliðra til á einhverjum stigum. Það er hægt að breyta skattheimtu á einhverjum stigum. En já það eru til fjármunir fyrir þessu. Þetta eru ekki bara einhver loforð út í loftið,“ segir Helga Vala.

 

kristins's picture
Kristín Sigurðardóttir
Fréttastofa RÚV