Náðu tökum á ofureldi nærri Sydney

13.01.2020 - 06:39
epa08116636 The Cobargo Community Relief Centre is seen at the Cobargo Showgrounds after the New Year's Eve bushfires that ravaged the town and surrounding areas of the NSW South Coast, Australia, 10 January 2020. The centre acts as a refuge for members of the community affected by bushfire, providing a place to camp, toilets, showers and also provides supplies to those in need. Alfredo and other centre organisers hold daily meetings to relay information and messages to those affected. According to media reports, at least 1,500 homes have been destroyed, 20 people have died and two are missing, and almost five million hectares have been burnt by bushfires this season in New South Wales.  EPA-EFE/SEAN DAVEY NO ARCHIVING ATTENTION: This Image is part of a PHOTO SET
 Mynd: EPA-EFE - AAP
Slökkviliðsmenn náðu í dag tökum á einum víðfeðmasta ofureldinum í gróðurlendi Nýja Suður-Wales í Ástralíu. Hiti hefur verið heldur minni síðustu sólarhringa þar syðra og langþráð úrkoma lét loks á sér kræla, sem hefur dregið heldur úr útbreiðslu eldanna og gert starf slökkviliðsins aðeins viðráðanlegra.

Eldurinn í Gospers-fjalli norðvestur af Sydneyborg hefur logað stjórnlaust um hartnær þriggja mánaða skeið. Shane Fitzimmons, slökkviliðsstjóri í Nýja Suður-Wales, fór á vettvang í morgun og sagði að eldur logaði enn á svolitlu svæði en allt útlit væri fyrir að tekist hefði að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu hans.

Eldurinn í Gospers-fjalli sveið hátt í 5.000 ferkílómetra gróðurlendis og leiddi af sér fjöldann allan af öðrum eldum. Samtals loguðu þessir eldar á um 80.000 ferkílómetrum lands, segir í frétt AFP.

Rigning í kortunum

Ástralska veðurstofan spáir allt að 50 millimetra úrkomu í vikunni sums staðar þar sem eldarnir hafa logað og loga enn. Gangi sú spá eftir, segir slökkviliðið í Nýja Suður-Wales, þá verður það „eins og jólin, afmælið, trúlofunin, brúðkaupið, brúðkaupsafmælið og útskriftargjafirnar allt í einum pakka. Við krossum fingur.“ Fjölmargir eldar loga þó enn stjórnlaust í Nýju Suður-Wales og víðar í Ástralíu. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi