Náðu fjórða bátnum á land á Flateyri

24.01.2020 - 17:44
Mynd: Jóhannes Jónsson / RÚV
Báturinn Sjávarperlan náðist úr höfninni á Flateyri í dag og var flutt á land. Kjartan Jakob Hauksson, framkvæmdastjóri Sjótækni, segir að það hafi gengið vel í dag. Sex bátar slitnuðu frá bryggju og sukku í snjóflóði í síðustu viku.

„Þetta er fjórði báturinn sem við höfum tekið upp þannig að það eru tveir eftir enn þá. Það er á áætlun að fara í það í næstu viku. Það eru að koma menn frá tryggingunum og þeir munu meta stöðuna og ákveða með framhaldið,“ sagði Kjartan í samtali við Jóhannes Jónsson hjá RÚV Vestfjörðum í dag.

Eiður, stór stálbátur, er enn í höfninni og segir Kjartan að það verði að snúa honum og við það sökkvi hann nður á sjávarbotninn. Stefnt er að því um helgina að dæla upp úr þeim bátum sem þegar hefur verið náð á land. 

 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi