Mynduðu hring um Útvarpshúsið

Mynd með færslu
 Mynd:

Mynduðu hring um Útvarpshúsið

28.11.2013 - 13:01
Mörg hundruð mótmæltu í dag niðurskurði og uppsögnum á Ríkisútvarpinu fyrir utan Útvarpshúsið við Efstaleiti en starfsmönnum RÚV var fækkað um sextíu í gær - þar af voru 39 beinar uppsagnir. Þá eru fyrirhugaðar miklar breytingar í útvarpi og sjónvarpi - bæði á dagskrá og í fréttum.

Mótmælendur mynduðu meðal annars hring utan um Útvarpshúsið og hrópuðu slagorð eins og „Okkar RÚV - Björgum RÚV“. Fyrr í dag hélt Páll Magnússon starfsmannafund með starfsmönnum RÚV þar sem farið var yfir niðurskurðinn.