Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Myndskeið: Fann flöskuskeytið í Skotlandi

17.01.2017 - 09:37
Mynd með færslu
 Mynd: Rhoda Meek - Youtube
Annað tveggja flöskuskeyta, sem kastað var í hafið við Íslandsstrendur fyrir rúmu ári, náði landi á skosku eyjunni Tiree um helgina. Íbúi á svæðinu, sem fór að leita af því í gær, fann skeytið og setti myndband af fundinum á Youtube.

Margir hafa fylgst spenntir með ferðalagi tveggja flöskuskeyta sem Ævar vísindamaður kastaði í sjóinn 10. janúar í fyrra. Verkís hannaði skeytin fyrir Ævar og þau eru búin GPS-sendum svo hægt sé að fylgjast með ferðum þeirra. Skeytin fóru í hafið úti fyrir Reykjanesvita og bárust með hafstraumum rúmlega 14 þúsund kílómetra leið, langleiðina til Ameríku og síðan þvert yfir Atlantshafið, til Skotlands, þar sem annað þeirra náði landi um helgina.

Rhoda Meek, íbúi á eyjunni Tiree, fann skeytið í gærmorgun, eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan.