Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Myndlistarsjóður skorinn niður um 67%

Mynd með færslu
 Mynd:

Myndlistarsjóður skorinn niður um 67%

31.10.2014 - 18:12
Myndlistarmenn fjölmenntu í Iðnó í dag til að mótmæla skertu framlagi til Myndlistarsjóðs. Þeir afhentu Vigdísi Hauksdóttur, formanni fjárlaganefndar lista með yfir 1000 undirskriftum þar sem skorað er á alþingismenn að standa vörð um sjóðinn.

Samband íslenskra myndlistarmanna stóð fyrir opnu húsi í Iðnó í dag í tilefni af Degi myndlistar sem er á morgun en líka til að mótmæla niðurskurði til Myndlistarsjóðs.  Sjóðurinn var stofnaður árið 2012 og voru þá lagðir niður aðrir sjóðir sem myndlistamenn gátu sótt í.  Upphaflega voru settar 45 milljónir í hann en samkvæmt fjárlagafrumvarpinu nú er gert ráð fyrir 15 milljónum, sem er 67 prósent niðurskurður.