Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Myndlist er bara fallegt orð yfir mikið vesen

Mynd: hallaharðar  / hallaharðar

Myndlist er bara fallegt orð yfir mikið vesen

15.03.2018 - 14:18

Höfundar

„Það er okkar að spila úr lífinu og gera það innihaldsríkt,“ segir myndlistarmaðurinn Kristinn E. Hrafnsson. Kristinn sýnir um þessar mundir í Hverfisgallerí við Hverfisgötu á sýningunni Þvílíkir tímar.

„Þetta er endalaus vinna,“ segir Kristinn Hrafnsson aðspurður um það hvernig hugmyndirnar komi til hans. „Hugmyndir koma bara í gegnum vinnu. Ég vinn á hverjum einasta degi ársins. Myndlist er bara fallegt orð yfir mikið vesen.“

Aðspurður um áhrifavalda nefnir Kristinn skáldskap, og þá sérstaklega vini sína sem féllu nýlega frá, Sigurð Pálsson og Þorstein frá Hamri, en líka bara hversdaginn og allt sem hann getur haft upp á að bjóða. „Þetta líf er svo margbrotið. Við getum allsstaðar pikkað upp steinvölu og haft ánægju af. Það er kannski best að vitna í ljóðbrot Sigurðar, Aftur og enn og aftur. Hann er ekkert að segja að við lifum í heimi endalausrar endurtekningar heldur lifum við í heimi endalausra möguleika. Á hverjum degi þá er gefið upp á nýtt og það er okkar að spila úr deginum, og dagurinn er uppfullur af möguleikum. Það er okkar að spila úr lífinu og gera það innihaldsríkt.“

Rætt var við Kristinn í Víðsjá og hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.

Processed with VSCO with a4 preset
 Mynd: hallaharðar  - hallaharðar
Kristinn og pendúllinn.