Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Myndir frá óeirðunum 1949 birtar

Mynd með færslu
 Mynd:
Ljósmyndir sem teknar voru 30. og 31.mars árið 1949 voru birtar í kvöld í fyrsta sinn á vef Wikimedia Commons, í tilefni af tíu ára afmæli íslensku Wikipediu. Myndirnar tóku óþekktir lögreglumenn eftir óeirðirnar á Austurvelli vegna inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið, NATO.

Andstæðingar inngöngunnar, stuðningsmenn hennar og aðrir almennir borgarar flykktust á Austurvöll af því tilefni. Sumir andstæðinganna grýttu grjóti, eggjum og mold í Alþingishúsið. Lögreglan notaði táragas til að dreifa mannfjöldanum og varalið lögreglu var kallað út. Átök brutust út milli andstæðinga tillögunnar annars vegar og lögreglumanna, varaliðs og stuðningsmanna tillögunnar hinsvegar. Eru óeirðirnar sagðar þær mestu sem orðið hafa á Íslandi. Myndirnar eru fengnar frá Þjóðskjalasafninu.