Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Myndbandið við „Unbroken“ frumsýnt

Mynd: RÚV / RÚV

Myndbandið við „Unbroken“ frumsýnt

13.03.2015 - 17:30

Höfundar

Söngkonan María Ólafsdóttir sigrast á erfiðri fortíð, eitt skref í einu, í yfirgefinni verksmiðju í myndbandinu við framlag Íslendinga til Eurovision 2015.

Lagið heitir „Unbroken“ og er samið af upptökustjórateyminu StopWaitGo, skipað þeim Ásgeiri Orra Ásgeirssyni, Pálma Ragnari Ásgeirssyni og Sæþóri Kristjánssyni. Leikstjóri myndbandsins er Andri Páll Alfreðsson. 

Umfjöllun um gerð myndbandsins á RÚV

Myndbandið verður sýnt á RÚV strax að loknum kvöldfréttum, kl. 19.35, og skyggnst á bak við tjöldin við gerð þess, en það var að hluta til tekið í sementsverksmiðju á Akranesi, í um átta gráðu frosti.