Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Myndbandið frumsýnt í dag

15.03.2013 - 07:39
Mynd með færslu
 Mynd:
Myndbandið við lagið Ég á líf verður frumsýnt í klukkan 12 í dag í höfuðstöðvum Vodafone í Skútuvogi og verður aðgengilegt á Vodafone.is frá klukkan 12:10 til 17 en þá verður það aðengilegt á ruv.is. Þá kemur í ljós á hvaða tungumáli Eyþór Ingi mun syngja í Malmö í maí.

Aðstandendur lagsins munu sitja fyrir svörum á blaðamannafundi í kjölfarið. Myndbandið var tekið upp í vikunni og leikstýrt af Guðmundi Þór Kárasyni. Það var tekið um borð í litlum bát að mestu og sýnir Eyþór Inga sem sjómann við ýmsar aðstæður. Myndbandið flakkar á milli raunveruleika og óraunveruleika þar sem Eyþór verður teiknimyndapersóna. Í myndbandinu þurfti Eyþór að fara ofan í tveggja gráðu heitan sjóinn og þurfti mikinn viðbúnað vegna þeirrar töku.