Mynd um fótbolta en samt ekki

Mynd: Rúv / HHafsteinn Gunnar Siguðrsson og

Mynd um fótbolta en samt ekki

15.06.2018 - 13:56
Þeir Hafsteinn Gunnar Sigurðsson og Guðmundur Björn Þorbjörnsson eru leikstjórar heimildarmyndarinnar Síðasta áminningin sem sýnd er í Bíó Paradís um þessar mundir. Í myndinni er velgengni Íslands í fótbolta sem og öðrum greinum skoðuð út frá þjóðsöngi Íslendinga.

„Þetta er heimildarmynd um íslenskt samfélag og íslenska þjóðarsál – ef hún er til. Við erum að skoða hana með gleraugum fótboltans og íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Þetta er mynd um fótbolta en eiginlega samt ekki,“ segir Guðmundur Björn.

Hafsteinn Gunnar segir að þeir hafi byrjað að vinna myndina þegar þeir hittust í Brussel fyrir um það bil hálfu ári síðan. Þá byrjuðu þeir að vinna út frá þjóðsöngnum sem er frábrugðinn öðrum þjóðsöngvum. Hann er byggður á sálmi og því ekki dæmigerður ættjarðarsöngur þar sem föðurlandið er upphafið og fólkið sem þar býr. Heldur er maðurinn minntur á að hann sé bara mjög lítill gagnvart sköpunarverkinu. 

Mynd með færslu
 Mynd: Kalt vor

„Útgangspunktur okkar er þessi síðasta áminning sem að fótboltalandsliðið fær áður en þeir fara inn á völlinn: að þeir eigi bara að vera auðmjúkir og þekkja sín takmörk en ekki endilega vera að reyna sig gagnvart útlendingum sem eru kannski bara miklu betri en þeir í fótbolta,“ segir Hafsteinn Gunnar.

Hér má sjá sýnishorn úr myndinni.

Hafsteinn Gunnar Siguðrsson og Guðmundur Björn Þorbjörnsson mættu í Núllið og ræddu myndina. Hljóðbrotið má heyra hér að ofan.