Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Mynd Benedikts sögð ein sú besta á Cannes

Mynd með færslu
 Mynd: stikla/skjáskot - Kona fer í stríð

Mynd Benedikts sögð ein sú besta á Cannes

19.05.2018 - 18:49

Höfundar

Kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, er ein af 20 bestu kvikmyndunum á Cannes að mati gagnrýnenda The Hollywood Reporter. Meðal annarra mynda sem komust á blað eru nýjasta afurð Spike Lee, kvikmynd eftir bók Haruki Murakami og heimildarmynd um bandarísku söngkonuna Whitney Houston.

Gagnrýnendur The Hollyoowd Reporter birtu lista sinn í dag en blaðið er eitt það virtasta í kvikmyndageiranum. 

Kona fer í stríð segir frá Höllu, miðaldra kórstjóra leikin af Halldóru Geirharðsdóttur, sem vinnur skemmdarverk á raflínum til álvera í hjáverkum.

Myndin hefur fengið lofsamlega dóma hjá flestum gagnrýnendum á Cannes-kvikmyndahátíðinni en Benedikt og Ólafur Egill Egilsson fengu SADC-verðlaunin á hátíðinni sem samtök handritshöfunda og tónskálda veita á Critic's Week.

Þetta er önnur mynd Benedikts í fullri lengd en fyrsta mynd hans, Hross í oss, fór einnig sigurför um heiminn.  Myndin verður frumsýnd hér á landi í næstu viku.