Nú standa að líkindum yfir stórþvottar á heimilum landsins. Allt skal hreint og strokið fyrir hátíðina. Margir nota mýkingarefni í þvottana til að gera flíkur og lín þægilegra í meðhöndlun og betur ilmandi. En mýkingarefni eru varasöm frá umhverfislegu sjónarmiði.
Frá því segir Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur í Sjónmáli í dag.