Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Múslístangir

02.03.2016 - 15:50
Mynd með færslu
 Mynd: DR
Heimatilbúnar múslístangir eru góð leið til að búa til aðeins hollara sælgæti. Leyndarmálið á bak við góða niðurstöðu liggur í heitri blöndu af hunangi og smjöri.

 

Um það bil 20 stk.
Innihald:
1/2 pólýnesísk vanillustöng
100 g sykur
100 g hunang
100 g smjör
50 g ósaltaðir pistasíukjarnar
50 g möndlur
50 g sólblómakjarnar
50 g sesamfræ
75 g þurrkuð trönuber
75 g þurrkaðar apríkósur
100 g þurrkaðar fíkjur
175 g gróft haframjöl

 

Skraut:
Um það bil 250 g ljóst súkkulaði
Um það bil 50 g fínt saxaðir ósaltaðir pistasíukjarnar.

 

Aðferð:
Skerið vanillustöngina langsum og skafið kornin úr með litlum hníf.
Merjið kornin saman með svolitlu af sykrinum með hnífnum svo að kornin aðskiljist.
Setjið vanillusykur, sykur, hunang og smjör í litla skál og bræðið saman þar til smjörið er bráðið, hrærið vel.
Saxið pistasíukjarna, möndlur, trönuber, apríkósur og fíkjur fínt.
Setjið alla söxuðu ávextina, hneturnar, sólfíflafræin og sesamfræin í stóra skál og blandið vel saman við haframjölið.
Bætið smjörblöndunni út í og hrærið vel.

Klippið til smjörpappír svo að hann passi í eldfast mót sem er um það bil 18x20 sm og leggið hann í botn og hliðar.
Dreifið múslímassanum ofan í og þrýstið honum vel saman og út í hliðarnar.
Bakið við 150 gráður í um það bil 35 mínútur, allt eftir ofninum.

 

Takið kældan múslímassann úr forminu og smjörpappírnum.
Skerið hann út í stengur, um það bil 3x6 sm.

 

Saxið allt súkkulaðið alveg fínt.
Hitið aðeins meira en helminginn af súkkulaðinu í skál yfir vatnsbaði í 48-50 gráður (notið hitamæli). Látið hinn helminginn í nokkuð stóra skál.
Setjið einn þriðja af bráðnu, heitu súkkulaðinu í skálina með óbrædda súkkulaðinu og bræðið báða hluta saman. Bætið því aðeins meira af bráðnu súkkulaði saman við ef hlutarnir tveir bráðna ekki saman. Markmiðið er að tryggja gljáandi útlit og stökkt súkkulaði þegar það stífnar á eftir.
Aldrei hita tempraða súkkulaðið. Ef það stífnar of fljótt bætið þá aðeins meira af bráðnaða súkkulaðinu út í. Það er mjög góð hugmynd að setja alltaf litla prufu af tempraða súkkulaðinu í þunnt lag á smjörpappír til að sjá hvort það verður fallega gljáandi áður en lengra er haldið.

Besti hitinn fyrir temprað súkkulaði er 31-32 gráður.
Ef það fer yfir 34 gráður neyðist þið til að byrja upp á nýtt með nýtt súkkulaði.
Afgangssúkkulaði má vissulega nota aftur, næst þegar maður hættir sér út í leyndardóma súkkulaðitemprunar eða nota það sem bragð í súkkulaðikrem og þess háttar.

 

Dýfið múslistöngunum í tempraða súkkulaðið og því næst í fínt saxaða pistasíukjarna. Setjið þá á kaldan stað þar til súkkulaðið stífnar.

Geymið í þétt lokuðu ílátið í allt að 14 daga.

 

 

 

 

sigrunh's picture
Sigrún Hermannsdóttir