Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Mun lita þingstörf fram á vor

Mynd: RÚV / RÚV
Hafi það verið markmið utanríkisráðherra að eyða óvissu um stöðu aðildarumsóknar Íslands að ESB hefur það mistekist fullkomlega, segja Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingfréttaritari Fréttablaðsins, og Þórunn Elísabet Bogadóttir, aðstoðarritstjóri Kjarnans.

Þing kom saman í dag í fyrsta sinn siðan Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ritaði fulltrúum Evrópusambandsins bréf um að Ísland væri ekki lengur í hópi umsækjenda að aðild.

Kolbeinn og Þórunn sögðu Síðdegisútvarpinu að þau teldu ólíklegt að málið stefndi ríkisstjórnarsamstarfinu í voða en það hefði greinilega hleypt illu blóði í stjórnarandstöðuna og myndi að öllum líkindum lita störf þingsins fram á vor. 

bergsteinn's picture
Bergsteinn Sigurðsson
dagskrárgerðarmaður