Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Mugison í Eldborg 9. desember

Mynd með færslu
 Mynd: Þórdís Jóhannesdóttir - Rás 2

Mugison í Eldborg 9. desember

01.01.2017 - 12:37

Höfundar

Rás 2 hljóðritaði tónleika Mugison í Eldborg 9. desember sl og þeir eru á Rás 2 í dag.

Mugison var gestur Rokklands í október og þá frumfluttum við lögin af nýju plötunni hans; Enjoy! Platan seldist vel fyrir jólin, er ein af söluhæstu plötunum fyrir þessi jól ef ekki bara sú sem flestir eignuðust á árinu vegna þess að hún fylgdi líka með ef fólk keypti miða á tónleika hjá Mugison – og hann hélt t.d. tvenna tónleika fyrir fullri Eldborg í Hörpu síðan nokkra á landsbyggðinni líka og þar fylgdu diskar miðanum líka þannig að það sem hann seldi af plötum var til annara en hörðustu aðdáendanna. Það komu næstum 5000 manns á tónleikana hans núna í desember.

Rás 2 hljóðritaði útgáfutónleikana í Eldborg 9. Desember og við heyrum megnið af þeim hérna á eftir líka brot af tónleikum Mugison í Eldborg 21. desember 2011 og nokkur gömul viðtalsbrot við Mugison (Örn Elías Guðmundsson).

Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson
[email protected]

Rokkland minnir svo á Hlaðvarpið þar sem nálgast má eldri þætti – langt aftur í tímann, hlaða þeim í tól sín og tæki og hlusta jafnvel aftur og aftur. Það er líka hægt að gerast áskrifandi af Rokkland podcastinu gegnum I-tunes.

Tengdar fréttir

Popptónlist

Úlfurinn í Súðavík

Mugison aftur á toppnum

Popptónlist

Mugison og Jaakko Eino Kalevi á Airwaves

Mugison heimsækir Hátalarann