Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

MS skyr framleitt í Bandaríkjunum

24.01.2014 - 05:12
Mynd með færslu
 Mynd:
Mjólkursamsalan hyggst hefja skyrframleiðslu í Bandaríkjunum á árinu. Þetta segir Einar Sigurðsson, forstjóri MS, í samtali við Fréttablaðið.

Mögulegt er að íslensk undanrennuduft verði notað í framleiðsluna. Útflutningur MS á skyri til Bandaríkjana hefur ekki gengið sem skyldi, en Einar segir ástæðuna vera þá að kostnaður sem því fylgi geri vöruna of dýra, ólíkt því sem væri ef varan væri framleidd  ytra.  Betur hafi gengið með útflutning í Evrópu þar sem 40 milljón skyrdósir hafa verið seldar á Norðurlöndunum og hefur salan nær tvöfaldast þar á þremur árum. Fyrir á Bandaríkjamarkaði er hins vegar til íslenskt skyr, Siggi‘s Skyr, sem Sigurður Kjartan Hilmarsson framleiðir í New York og selur til um fjögurþúsund verslana.