Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Mótvægið við „Ég er kominn heim“

Mynd:  / 

Mótvægið við „Ég er kominn heim“

26.01.2016 - 13:09

Höfundar

Stungið hefur verið upp á því að lagið „Ég er kominn heim“ verði aðeins sungið þegar landsliðum Íslands gengur vel á stórmótum. Þegar illa gangi sé lagið „Ég er farinn út“ meira viðeigandi. Lagið er með Ladda og af plötunni Deió. Ladda sjálfum líst vel á hugmyndina.

„Mér finnst þetta góð hugmynd sko, þeim sem gengur illa, þeir labba bara út og skella á eftir sér.“

Textinn er þó nokkuð erfiður enda koma orðin í belg og biðu og ansi hratt. Það er ástæða fyrir því. „Sko, ég söng þetta eins hratt og ég mögulega gat,“ segir Laddi. „Svo hertum við aðeins á! Það var fyndnara. Það kemur smá svona skrípó.“

Laddi upplýsti að upprunalega hefði hann komið með textann og beðið Gunna Þórðar að semja lag. Hann kom með lagið og Laddi söng – eða rappaði textann eins hratt og hann gat.

Laddi lofar að gera textann aðgengilegan á netinu svo menn geti nú sungið lagið saman en hann telur að það sé að minnsta kosti tveggja til þriggja daga verk.

Bergsson og Blöndal spjölluðu við Ladda um málið. Lagið má heyra í spilaranum hér að ofan.

Tengdar fréttir

Mynd með færslu
Körfubolti

„Ég er kominn heim“ sungið á táknmáli

Tónlist

„Ég er kominn heim“ — hinn nýi þjóðsöngur?