Mótmælir mótmæla-mótmælum

Mynd: RÚV / RÚV

Mótmælir mótmæla-mótmælum

03.10.2018 - 10:44
Mikil ringulreið hefur skapast á Facebook í dag eftir að dýraverndunarsamtök ákváðu að blása til samstöðufundar. Heilir þrír mótmælaviðburðir hafa verið búnir til og ekki ólíklegt að fleiri bætist við.

Næstkomandi föstudag ætla dýraverndunarsamtökin Reykjavík Animal Save að boða til samstöðuvöku fyrir utan höfuðstöðvar Sláturfélags Suðurlands í Árborg. Miklar umræður hafa skapast á Facebook-viðburði mótmælanna og hefur einn notandi undir nafninu Björn Aron blásið til mótmæla gegn samstöðufundinum. Sá viðburður er kallaður „Mótmælum vegan fólkinu fyrir utan SS“ og hafa yfir þúsund manns tilkynnt að þau séu áhugasöm um mótmælamótmælin.

En sögunni lýkur ekki þar því Facebook-notandanum Atla Viðari Þorsteinssyni blöskraði þessi seinni mótmælaviðburður og hann ákvað því að búa til þriðja mótmælaviðburðinn „Mótmælum fólkinu sem mótmælir vegan fólkinu fyrir utan SS“. Atli spjallaði við Núllið og fræddi okkur um hugmyndafræðina á bak við viðburðinn.

Viðtalið við Atla Viðar má heyra í spilaranum hér að ofan.